Þú ert höfundur af þínu lífi

…og með aðalhlutverk fer ÞÚ!
Er þetta mynd að þínu skapi? Er þetta skemmtileg mynd? Fyndin? Hasar? Spenna? Drama? Ást? Gleði?

Ef þér er ekki að líka þessa mynd – gerðu þá eitthvað í því… það er nú einu sinni þú sem ert að skrifa þetta handrit! Eftir hverju ertu að bíða?

Það er aldrei of seint að gera kaflaskil og byrja nýja senu. Flestir byrja nýjan kafla eftir unglingsárin. Svo byrjar nýr kafli hjá þeim sem eignast börn. Aftur byrjar nýr kafli þegar börn fara að heiman.

En það þarf ekki að bíða eftir slíkum viðburðum til þess að gera kaflaskil. Hafðu þau bara núna!

Hvernig lítur aðalpersónan út? Er hún ekki eins og þú vilt hafa hana?

Hvernig hagar aðalpersónan sér? Fer hún ekki að sofa á hverju kvöldi með góða samvisku?

Hvað er aðalpersónan að afreka? Er hún að upplifa draumana sína?

Þetta eru allt spurningar sem aðstoða þig við að gera kaflaskil – ef þér finnst þess þurfa.

-Elín Kára-