Morgunpeppið og Verkfærakistan

Elín Kára

Ég vil þakka fyrir þær frábæru viðtökur sem Morgunpeppið hefur fengið. Morgunpepp er fyrir alla. Morgunpepp er nauðsynleg hvatning sem er gott að heyra annað slagið. Sumir þurfa hvatningu til þess að byrja að framkvæma. Aðrir þurfa að heyra eitthvað nýtt til þess að byrja hugsa hlutina og jafnvel sjálfan sig uppá nýtt. Morgunpepp er líka fyrir þá sem vilja verða betri í sínu starfi eða áhugamálum. Fyrir þá sem vilja verða betri fjölskyldumeðlimir og vinir. Morgunpepp gæti orðið byrjunin á einhverju ótrúlegu ævintýri hjá sumum.

Morgunpepp fjallar líka um mjög venjulega hluti. Venjulegir hlutir sem geta orðið svo venjulegir að menn hætta að taka eftir þeim. Þá er oft gott að heyra þá setta í skemmtilegt samhengi þannig að maður átti sig á umhverfi sínu og sjálfum sér.

Af hverju Morgunpepp?

Af hverju ertu með þetta svona snemma á morgnanna? Allt árangursríkt fólk vaknar snemma á morgnanna. Með því að vakna snemma á morgnanna nýtir þú daginn best. Árangursríkt fólk á það sameiginlegt að nýta morgnanna ýmist í að hreyfa sig, lesa uppbyggilegar bækur, horfa á hvetjandi myndbönd eða fyrirlestra og hugleiða.

Ég mæli með að þú byrjir á því að venja þig á að vakna á morgnanna. Hugsaðu um það hversu hress þú ert í stað þess að hugsa hversu þreytt/ur þú ert. Svo geturu bætt einhverju af þessum flottu venjum inn í þína rútínu. Mundu að venja þig á eitt í einu – þannig nærðu að gera venjurnar þínar að lífstíl.

Morgunpepp er partur af því að þú náir árangri og þess vegna er það á morgnanna.

Morgunpepp og hvað svo?

Næstu vikur mun ég opna verkfærakistuna. Því eftir Morgunpepp er gott að opna verkfærakistuna og fara framkvæma hluti. Þannig nýtir maður best kraftinn og þær hugmyndir sem maður fær.

Það að framkvæma hluti getur verið svo margt og sjaldan eins hjá fólki. Framkvæmd getur verið að: taka til í geymslunni, starta fyrirtæki, byrja í ræktinni, standa sig betur í sambandinu (við vini eða maka) eða hvað sem þér dettur í hug. Margir velja að framkvæma það sem þeir hafa oftast frestað.

Ég hlakka til að deila með ykkur verkfærakistunni 🙂

Hvernig kemst ég á Morgunpepp?

Næstu Morgunpepp verða auglýst á Facebook síðunni Elín Kára – þú getur fylgst með HÉR.

Planið er að halda Morgunpepp í Hveragerði og Reykjavík á komandi vikum.

– Elín Káradóttir –

 

Ein athugasemd við “Morgunpeppið og Verkfærakistan

  1. Bakvísun: Morgunpeppið og Verkfærakistan – Betri fréttir

Lokað er á athugasemdir.