
Húsfreyjan bíður góðan dag!
Húsfreyjan er sérstök áhugamanneskja um tuskur…. borðtuskur sérstaklega.
Það hrikalegasta sem hún veit um er að vera í heimsókn einhversstaðar, það hellist niður og borðtuskan sem er notuð er: ljót, illa farin, of mikið þvegin, tætt, skítug, óskoluð, illa vinduð og súr lykt er af henni.
Hrollur og hryllingur fer um Húsfreyjuna við að hugsa um slíka meðferð á borðtusku.

Lykilatriði Húsfreyjunnar um borðtuskur:
– Gott að eiga 7+ tuskur, eina fyrir hvern dag.
– Hafðu þær allar í sama lit þannig að allir á heimilinu viti að þetta eru borðtuskur.
– Á hverjum morgni er tuskan sett í óhreinatauið og ný tekin fram fyrir daginn.
– Þegar búið er að nota tuskuna t.d. við að þurrka af eldhúsborðinu, þá skal skola hana vel strax þannig að hún sé tilbúin til notkunar. Þú vilt ekki byrja á því að þurfa skola hana þegar þú þarfnast hennar næst.
– Ef þær eru ljótar og illa farnar, skiptu þeim út! Gerðu öllum greiða með því að hafa þetta í lagi.
Til upplýsinga: tuskur eru þvegnar á 90°.
Húsfreyjan kveður!