Hvernig þjóðfélag ætlum við að byggja upp?

Elín Káradóttir
Elín Káradóttir

Þar sem kosningarnar eru búnar þá getum við núna farið að einbeita okkur meira að því sem skiptir mestu máli – við sjálf. Ég skil ekki þessa umræðu um að breyta Íslandi, breyta samfélaginu og breyta einhverri heild. Þetta er ekki hægt. Fólkið sjálft, hver og einn getur breytt sér, sínum venjum og hugsunum. Við breytum ekki heilli þjóð á einu bretti – og allra síst einhverjir stjórnmálamenn.

Þegar ég horfði á kosningasjónvarpið á laugardaginn þá var þessi spurning efst í huga mér; hvernig þjóðfélag ætlum við að byggja upp?

Fyrir rétt rúmlega einu ári síðan var ég beðin um að halda ræðu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það er eins og ég hafi skrifað ræðuna í gær, því hún á fullt erindi í dag eins og fyrir ári síðan. Vonandi hafa stjórnmálamenn þetta í huga þegar ný ríkisstjórn verður mynduð.

Lesa áfram „Hvernig þjóðfélag ætlum við að byggja upp?“