Heilsu-Lína

Velkomin í Heilsu-Línu

Heilsu-Lína ætlar að byrja á 10 vikna ferðalagi eftir meðgöngu tvö undir myllumerkinu #10peppvikur.

Ég er mjög spennt og svolítið stressuð… Stressuð? Af hverju?

Ég er stressuð fyrir því að blogga opinberlega um það að koma mér nær kjörþyngd. Því hvað ef mér mistekst? Hvað ef ég léttist ekki gramm og ekki einn cm fer af mér. Hvað ef ferðalagið mun ekki ganga vel?

Á þessu ferðalagi ætla ég að opna mig, þannig að ég mun ekki sýna bara glamúr og gleði, því á bakvið allt sem maður gerir er líka erfiði og dass af drama. Ég ætla að deila því líka með ykkur.

Á þessu ferðalagi er ekkert bannað. Já, ég mun fá mér kaffisúkkulaði. Já, ég mun örugglega fá mér hamborgara og franskar. Og já, ég mun örugglega fara ferð í bakaríið. Ég hef lengi verið með 90/10% „regluna“ sem er að 90% af tíma um er í lagi og 10% er aðeins útfyrir.

Ég ætla að njóta útiverunnar og hreyfa mig sem mest úti eða inní bílskúr (þar á ég dýnu, bjöllu og sippuband). Ég hef ekki hugsað mér að vera í fjarþjálfun eða einkaþjálfun vegna þess að ég ætla að gera fyrstu 10 vikurnar „sjálf“. Mig langar að sjá hvernig mér gengur að gera það sem ég hef lært hjá mínum fyrrum þjálfurum sem hafa kennt mér svo margt. Og svo verða einhverjir hreyfingar lausir dagar. Því ég, sem nýbökuð móðir, mun alltaf taka svefn framyfir hreyfingu dagsins ef nóttin var erfið. Ekkert rugl – líkaminn er musteri og ég mun koma vel fram við hann á þessum 10 vikum. Svefn er stór partur í því.

Spenntust er ég fyrir mataræðinu. Ég elska mat og ég elska að elda hollan mat. Og ég elska ennþá meira að sýna fólki hvað hollur matur getur orðið góður, auðvelt að búa hann til OG svo er hann líka ódýr. Þetta verður klárlega skemmtilegasti parturinn af #10peppvikur.

Ég mun blogga reglulega um allt mögulegt á þessum 10 vikum. Vertu með og láttu þér hlakka til að fylgjast með mér á ferðalaginu #10peppvikur.

Nú er spurning til þín: ætlar þú að fá þér popp og kók og fylgjast með eða ætlar þú að skella í þig einu vatnsglasi, banana og vera MEÐ?!?

Vertu með á Instagram @ekaradottir. Heilsu-Lína ætlar að ganga í gegnum súrt og sætt og deila því með þeim sem vilja fylgjast með. Það verður fjör á #10peppvikur tímabilinu.