Lífðu þínu lífi með þínum líkama – ekki annarra

Elín Kára

Margir, bara mjög margir detta í þann pitt að lifa í gegnum aðra og oft verða börnin fyrir valinu. „Hann sonur minn er sko enginn hommi, hann er fullkominn eins og ég“ – skrifaði Bubbi Morthens 1984. Fátt hefur breyst síðan þá og Bubbi náði að koma þessu snilldarlega á framfæri í þessum flotta texta um strákana á Borginni.

Alltof margir vilja gera börnin sín að ofurstjörnum í þeirri grein sem það sjálft hefur áhuga á. Barnið er ekki spurt um áhugasvið, heldur ætlar fólk að lifa sína drauma í gegnum þau. Í stað þess að einbeita sér betur að sjálfum sér og ná sjálfur árangri. Vertu þín eigin stórstjarna í þinni grein! Lesa áfram „Lífðu þínu lífi með þínum líkama – ekki annarra“