Sumarsalat Húsfreyjunnar

Búið er að endurvekja Húsfreyjuna 🙂

Salat sem brosir

Sólin úti fékk mig til að langa óheyrilega mikið í gott salat. Maður þarf ekki að finna upp hjólið – hugmyndin mín af þessu salati kom frá vini mínum Jamie Oliver.

Salat Húsfreyjunnar:

Salat blanda, saxað grænkál, kaldir sætkartöflubitar (frá kvöldinu áður), gúrkustrimlar og gulrótarstrimlar (notaði skrælara til að fá þunna strimla), sólþurrkaðir tómatar, kirsuberjatómatar, fersk bláber, kasjúhnetur og avocado.

Dressing:

Jómfrúar olívu olía, safi úr hálfri sítrónu, sinnep, balsamic edik, salt og pipar. Allt sett í krukku og hrist saman (sjá video hjá snillingnum Mr. Oliver).

Salatið og tvær matskeiðar af dressingu sett í skál og blandað saman. Finndu þér fallegan disk og settu salatið þannig á diskinn að það brosi við þér 🙂

-Húsfreyjan-