Rútínan handan við hornið

„Ég get ekki beðið eftir að komast aftur í rútínu eftir sumarið,“ segja margir þessa dagana. Skólarnir að fara byrja, sumarfríið að klárast og undirbúningur fyrir haustið er komin á fullt. Ég talaði um það í pistlinum Fjögur kaflamót hvernig ég skipti árinu upp í fjóra kafla. Núna í ágúst er að byrja nýr kafla hjá mjög mörgum. Fyrsta eða síðasta skólaárið á nýju menntastigi að byrja, ný vinna framundan, nýtt fólk að koma inná vinnustaðinn, nýtt prógram í ræktinni eða ný tækifæri rétt handan við hornið.

https://elinkara.com/2016/08/01/kaflamot/

Aftur í rútínu

Hvernig hefur rútínan verið að virka fyrir þig hingað til? Gefðu þér tíma og hugsaði eitt ár aftur í tímann. Var rútínan frá því í ágúst á síðasta ári að skila því sem þú ert að sækjast eftir? Hvernig er hún að virka fyrir þig?

Margir eru spenntir eftir því að byrja aftur í rútínunni. Ertu að byrja sömu rútínuna einu sinni enn? Það er auðvitað ekki til neins að breyta til ef rútínan er að koma þér á þann stað sem þú vilt vera. Ef þú ert á nákvæmlega sama stað og þú varst á fyrir ári síðan, þá mæli ég með að þú endurskoðir rútínuna þína.

Mæla stöðuna – er þetta góð rútína?

Heimabankinn getur gefið þér góða mynd af því á hvaða stað þú ert og getur líka sýnt þér á hvaða stað þú varst fyrir einu ári síðan. Ef sparnaðarreikningur, húsnæðis lánin eða önnur lán sýna verri stöðu í dag heldur en fyrir einu ári síðan – þá mæli ég með því að þú dettir ekki inn í sömu rútínuna núna í haust. Nú er kominn tíma á breytingar.

Myndir – ef þú lítur verr út á ljósmynd í dag heldur en þú gerðir í ágúst í fyrra, þá er komin tími til að endurskoða rútínuna. Ekki horfa einungis í það hversu grannur/feitur þú ert. Ertu með meiri bauga, ertu þreyttari í útliti, ertu brosandi, ertu hokin í baki og ertu þyngri á þér á myndinni? Myndir eru raunverulegur mælikvarði fyrir þig til að sjá hver staðan þín er og var, andlega og líkamlega.

Litlar breytingar á einu sviði geta breytt svo mörgu þegar horft er til lengri tíma. Við þurfum ekki að gleypa allan fílinn í einum bita. Með því að taka einn bita í einu getur þú náð árangri til lengri tíma.

Vinnum bug á strax-sýkinni!

-Elín Káradóttir-