Taktu mynd!

Taktu fullt af myndum af öllu sem þú gerir og vistaðu þær.

Þú þarft ekki að pósta þeim öllum á facebook, twitter eða senda þær á snapchat – geymdu þær fyrir þig. Myndir segja meira en 1000 orð og myndir vekja upp þá tilfinningu sem þú varst með þegar hún var tekin.

Taktu mynd af öllu! Taktu mynd af góðum og slæmum augnablikum, hvað þú ert að gera, hvað þú borðar, fólkinu sem er í kringum. Nýttu þér tæknina sem er til staðar, við erum ekki lengur að framkalla filmur – svo misstu þig! Taktu mynd af lífinu sem þú ert að lifa í dag og geymdu það fyrir þig sjálfa/n.

Eftir 1-2 ár er nauðsynlegt að skoða myndirnar og sjá hvort þú sért hætt/ur að gera eitthvað sem þú vilt byrja á að gera aftur. Er einhver á mynd hjá þér sem þú hefur ekki hitt lengi? Væri sniðugt að senda myndina á viðkomandi og skrifa „þetta var skemmtilegur tími“?

Er þetta líf sem þú pantaðir af matseðli lífsins eða segiru: „ég ætla að fá mér það sem hinir eru að fá sér“. -Tim Storey

Svara augljósum spurningum…er svo erfitt!

Eru myndirnar af lífi sem þú ert ennþá að lifa? Eða ertu komin í burtu frá þeim lífsstíl sem þú varst með? Hver ertu á þessum myndum og hver ertu í dag? Langar þig að fara aftur á þennan stað eða ertu mögulega komin á betri stað? Ert þú að lifa því lífi sem þig langar til að lifa? Ertu að gera hluti sem þér finnst skemmtilegir eða ertu alltaf að gera hluti sem öðrum finnst skemmtilegir. Ertu kannski að gera hluti sem “samfélagið” segir að þú eigir að gera útfrá þínum aldri, kyni og stöðu?

Taktu mynd af sjálfri þér – bæði í fötum og á nærfötunum einum saman. Það er nauðsynlegt – hvernig sem þú lítur út. Myndin er ekki til sýnis fyrir neinn – taktu myndina fyrir þig og geymdu hana.

Stinga hausnum í sandinnEf þú ert sátt/ur – frábært! Haltu áfram á þinni braut.

Ef þú ert ekki sátt/ur – hvað ætlaru að gera í því? Ætlaru að stinga hausnum ofan í sandinn eða ætlaru að gera eitthvað í því að þú ert ekki sátt/ur? Hvað er það sem þú ert ekki sátt/ur með? Það er hressandi að lista það upp, því mögulega kemstu að því að það er ekkert svo margt. Og mundu – skrifaðu líka niður það sem þú ert sátt/ur með.

Fáðu annað fólk til að taka mynd af þér gera hina og þessa hluti, til að sjá nýtt sjónarhorn. Láttu það eftir þér – taktu reglulega mynd.

Bros allt árið

Setja sér markmið að brosaErtu brosandi? Sýna myndirnar þínar jákvæða manneskju sem líður vel? Ég hef sett mér áramótaheit í 6 ár – að brosa oftar. Og ég þarf alltaf að minna mig á þetta áramótaheit.

Bros er alþjóðlegt og þýðir allsstaðar það sama. Hvernig líður þér þegar þú brosir? Hvernig ætli öðrum líði þegar þú brosir?

Hefuru prófað að labba inn í  afmæli, matarboð, skólastofuna eða skrifstofuna með bros á vör? Ég skora á þig að gera þetta og upplifðu breytinguna á andrúmsloftinu í kringum þig. Ef þú gerir þetta að vana – þá tekur þú eftir skemmtilegum breytingum með tímanum – prófaðu!

Ein athugasemd við “Taktu mynd!

  1. Ég er tiltölulega dugleg við að taka myndir við ýmis tilefni en ætla að vera duglegri við myndatökur eftir þennan lestur. Taka meira af hversdagsmyndum og af augnablikum. Og fólki sem ég hitti!

    Ég nota símann mest við myndatökur og er með hann tengdan beint við dropbox þar sem allar myndirnar safnast saman á einn stað eftir dagsetningu. Þá þarf ég ekki að geyma myndirnar á símanum og á ekki á hættu að glata þeim.
    Það er frábært að skoða dropboxið reglulega og skoða þessar myndir og skoða öll augnablikin. 🙂

Lokað er á athugasemdir.