Þarf bara einn til að byrja..

Elín Kára

Einn byrjar að hlæja og svo hlæja hinir. Við mennirnir erum hjarðdýr og við byrjum oft að haga okkur eins og manneskjurnar í kringum okkur. Það þarf bara áhrif frá einum til þess að koma inn góðum og slæmum venjum.

Það þarf bara eina manneskju til þess að hafa góð áhrif á matarvenjur, hreyfivenjur og hugsunarhátt. Á sama hátt þá þarf bara eina manneskju til þess að koma inn slæmum venjum eins og að ofnota áfengi (eða vímuefni), borða of mikið eða velja sér slæma matarkosti.

Það þarf bara einn til þess að byrja bakka í stæði og allt í einu eru fleiri farnir að bakka í stæði. Með tímanum myndast hefð fyrir því að bakka alltaf í stæði.

Þú ert meðaltalið af þeim 5 sem þú umgengst mest – Jim Rohn

Vandaðu þig þegar þú velur þér þessa fimm. Einn eða fleiri af þessum fimm getur verið manneskja sem þú hlustar á (hljóðbók eða youtube). Komdu þér upp góðum venjum sem gera þér gott. Finndu fólk sem er að ná góðum árangri á því sviði sem þú vilt verða betri í – þannig hækkaru meðaltalið þitt.

Ef þú vilt verða betri að _____, þá veluru þér að umgangast fleiri sem eru góðir í þessu sama.

Hvernig væri að vera þessi eini sem kemur inn góðri venju hjá einhverjum.

Veldu þér góða venju og vertu til fyrirmyndar!

-Elín Káradóttir-