Fjögur „kaflamót“

Nýtt ár, ný markmið, nýtt plan – nú verður tekið á því! Þetta segja margir í janúar á hverju ári. Ég hef sett mér ákveðin gildi um þessi des/jan áramót. Ég set niður hvert þemað fyrir þetta ár á að vera og líka hvaða gildi ég ætla að setja mér fyrir árið (alltaf sett markmið um að brosa meira og oftar á þessu ári heldur en því síðasta) 🙂

Búta niður árið

Heilt ár, 365 dagar er allt of langur tími fyrir eitthvað eitt markmið. Þess vegna hef ég skipt árinu upp í 3-4 misseri. Þannig að það eru hálfgerð kaflamót hjá mér innan ársins. Svo eru þessi hefðbundnu mánaðarmót sem er gott að miða við líka. Mér finnst rosalega gott að taka bara viku í einu fyrir ákveðin verkefni og svo er annað sem ég brýt það mikið niður að ég tek aðeins einn dag í einu.

IKEA er mjög flott á því og hefur sett sé sín eigin áramót. Árið hjá þeim byrjar í september. Nýji vörulistinn hjá þeim kemur út og hann er í gildi þar til í september á næsta ári. Þeir eru ekkert upptekinir af fyrirfram ákveðnum áramótum.

Það eigum við ekki að gera heldur. Skólakerfið er með sína byrjun eftir miðjan ágúst og skóla árinu líkur í maí/júní. Ferðaþjónustu bransinn er með sín tímabil og svona mætti lengi telja. Þess vegna er upplagt að velja sér sín eigin kaflamót sem miða af þinni vinnu, heimilislífi, markmiðum og framtíðarstefnu.

Árið skipt upp í kafla
Svona skipti ég árinu upp – hvað hentar þér?

Nýr kafli byrjar í ágúst hjá mér. Þá er svo mikil spenna í loftinu, aðeins byrjað að dimma og almenningur fer að sjá fyrir sér hvernig  veturinn verður. Í ágúst geri ég plön fyrir næstu þrjá mánuði; heimilið, heilsan, fjármálin og vinnan fá endurskoðun og um leið fer ég yfir hver stefnan hjá mér er í hverjum flokk fyrir sig.

Ég hvet þig til að fara yfir þessa fjóra flokka, skoða stöðuna og hvernig þú sérð fyrir þér næstu þrjá mánuði þróast.

-Elín Káradóttir-

 

 

Ein athugasemd við “Fjögur „kaflamót“

  1. Bakvísun: Fjögur „kaflamót“ – Betri fréttir

Lokað er á athugasemdir.