Hvernig gæti líf mitt verið?

Elín Kára

Framtíðin býr yfir einhverju ótrúlegu og það veit enginn hvað gerist á eftir, á morgun eða eftir eitt ár. Hvað þá eftir tíu ár! Hvernig gæti líf mitt verið? Ég get sagt þér að líf þitt getur verið hvernig sem er og það er enginn sem ræður því nema þú, hvernig líf þitt er. Já – ótrúlega mikil klisja, en klisjur eru góðar því þær eru sannar. Þú ert höfundur af þínu lífi svo það er komin tími til að þú farir að semja gott líf fyrir þig.

Komum með klassískar spurningar sem hljóma í hausnum á mörgum allan daginn, allt árið.

„Af hverju er ég ekki með hreint heimili?“

„Af hverju er ég ekki í drauma starfinu mínu?“

„Af hverju er ég ekki í sambandi eða af hverju er ég ekki í örðu sambandi?“

„Af hverju er ég ekki fit og í topp formi?“

„Af hverju var sumarfríið mitt svona litlaust?“

„Af hverju er líf mitt ekki eins og ég vil hafa það?“

Hvað ætli sé að stoppa mig í því að breyta þessu öllu? Sennilega enginn nema þú.

Heimilið þitt er eins og það er, vegna þess að þú hefur það þannig. Þú ert í því starfi sem þú ert í núna vegna þess að þú hefur valið þér það og þú kemst ekki úr þægindarammanum sem fylgir því að breyta um starf.

Svona getum við haldið áfram. Þú stjórnar því hvernig líf þitt er og hvert það stefnir. Svo nú er komin tími til að þú breytir því sem þú ert óánægð/ur með. Fyrst þarf að átta sig á því hverju þú vilt breyta, svo er gott að ímynda sér hvernig þú vilt hafa það og helst skrifa það niður. Svo getur þú stefnt að því að hafa líf þitt nákvæmlega eins og þú ímyndaðir þér.

Ímyndunaraflið er öflugasta afl veraldar – nýttu þér það.

Hin raunverulegu áramót

Í mínum huga eru hin raunverulegu áramót núna í ágúst. Nú byrjar allt – ný rútína og nýtt upphaf. Leyfðu deginum í dag vera þeim degi sem þú breytir einhverju í þínu lífi. Kannski er þetta akkúrat dagurinn sem þú ákveður að byrja búa um rúmið þitt á hverjum morgni. Það þarf bara ákvörðun til þess að komast áfram. Byrjaðu á einhverju litlu og svo bætir þú við það, skref fyrir skref.

Eitt skref í einu… hversu oft þarftu að heyra þetta til að skilja að árangur felur í sér að taka eitt skref í einu? Byrjaðu núna að taka fyrsta skrefið.

-Elín Kára-