Frystirinn! Ef þú átt ekki frysti – heppin þú, frí í dag (eða þú getur fundið þér stutt verkefni í staðinn ef þú átt ekki frysti 😉 ). Frystirinn er snilldar uppfinning og hefur gert það að verkum að matur geymist miklu lengur.
Hins vegar þá eru margir frystar algjör martröð – þeir eru margir eins og svarthol – fullir af mat, þú veist ekkert hvað er þarna inni og þú kaupir bara samt í matinn. Þeir eru oft fullir af hálftómum plastpokum og gömlum mat sem enginn æltar að borða.
Verkefni dagsins
Taka allt út úr frystinum. Sumt má fara í minni umbúðir og aftur inn. Það er gott að spurja sig: „get ég hugsað mér að borða þetta á næsta mánuðinum?“ Það sem þú ert ekki til í að borða – því skaltu henda. Allt sem er gamalt – hentu því 😉
Eftir verkefni dagsins ættir þú að hafa betri yfirsýn um það sem þú átt í frystinum – þú ættir að fá fullt af hugmyndum að því sem þú getur haft í matinn á næstu dögum. TTF réttir eru oft mjög góðir. (TTF=tekið til í frysti).
#sjödagatiltekt
– Elín Káradóttir –
Bakvísun: Dagur 5 – tiltekt – Elín Kára