Skjálaus dagur

Já, það þýðir enginn sími, ipad, sjónvarp tölva eða aðrir skjáir í einn dag. Þannig sunnudag tókum við fjölskyldan í gær. Við ákváðum að hvíla alveg skjánotun með því að kveikja ekki á neinum skjá í einn dag. Ég svaraði samt alveg í síman þegar hann hringdi 😉

(mynd tekin af google.is)

Nú hugsa eflaust margir – hvað í ósköpunum gerir maður, ef það er enginn skjánotkun í HEILAN DAG. Ég get sagt ykkur, að þetta er ekkert mál og mjög gott að mörgu leiti.

Dóttir mín vaknar ca milli 07:00 – 07:30 á morgnanna, þannig að skjálausi sunnudagurinn okkar í gær byrjaði um klukkan hálf átta.

  • Við lékum okkur með dót. Svo var morgunmatur.
  • Við fórum aftur að leika okkur með annað dót eftir morgunmat og hlustuðum á tónlist á meðan.
  • Svo fórum við í búð, það þýðir ekkert videó í bílnum. Fyrstu 5 mín var vælt yfir því, en svo var litla daman alveg sátt við að horfa út um gluggan og skoða umhverfið.
  • Hádegismatur, lesin bók eftir mat og við lögðum okkur.
  • Eftir hvíld var dóttir mín með okkur inní bílskúr, þar sem við vorum að taka til – þvílík skemmtun að hennar mati 🙂
  • Kaffitími, allir hjálpast að við að græja matartímana.
  • Svo skelltum við okkur í sund um kaffileitið.
  • Lékum okkur með tónlist í gangi. Vorum með allt annað dót en um morguninn.
  • Kvöldmatur.
  • Farið að græja sig í háttinn.

Eftir að dóttir okkar var sofnuð, þá var freistandi að setjast niður og skrolla um á samfélagsmiðlum. Í staðinn tók ég saman dót fyrir morgundaginn og skipulagði vikuna. Svo las ég bók þar til tími var komin til að fara og sofa.

Skjánotun var og er ekki vandamál hjá okkur. Hins vegar höfum við tekið eftir því að ef of mikið er um skjánotkun yfir daginn hjá dóttur okkar (sem er 18 mánaða), þá á hún erfiðara með skap og hegðun, sérstaklega þegar líður á daginn. Ég fann fyrir því að hún var töluvert glaðari yfir daginn, ég myndi halda að stór partur af þeirri gleði var að við foreldrar hennar vorum að leika við hana eða hún var með okkur í einhverju allan daginn. Við vorum alltaf að gera eitthvað – ekki bara hver að horfa á sinn skjá.

Ætla ég að hafa alla sunnudaga skjálausa? Nei, ekkert endilega. En mér fannst þetta ágætis tilbreyting.

Allt er gott í hófi.

-Elín Káradóttir-