
Lífstíll er val og þú getur valið hvers konar lífstíl þú tileinkar þér. Margir hugsa eflaust núna um hlaup, mjög hollt matarræði, dýra hluti eða föt og að geta upplifað rándýr ferðalög.
Þegar ég er að tala um lífstíl þá er ég að tala um allt sem færir okkur góðan lífstíl EF við temjum okkur venjur sem kosta lítið sem ekkert.
Veldu þér lífstíl…
…sem inniheldur bros – það kostar ekkert.
…sem inniheldur góðan orðaforða – það kostar ekkert.
…sem inniheldur góða líkamsstöðu – það kostar ekkert.
…sem inniheldur tillitssemi – það kostar ekkert.
…sem inniheldur göngutúr – það kostar útiskó, annars ekkert.
…sem ________________.
Hvar gætir þú verið eftir 1, 5 eða 10 ár ef þú tileinkar þér lífstílsvenjur sem kosta lítið sem ekki neitt?
Ég get sagt þér eitt – það verður engin breyting eftir 1 dag eða 1 viku. Hins vegar eru miklar líkur á auknum lífsgæðum ef þú tileinkar þér flestar og helst allar af þessum góðu venjum sem taldar eru upp hér að ofan.
Svartsýna manneskjan hugsar núna: þvílík þvæla!
Bjartsýna manneskjan hugsar núna: nákvæmlega, þetta eru góður punktar sem ég get auðveldlega tileinkað mér.
Veldu þér lífstíl!
Vertu bjartsýn eða svartsýn manneskja.
-Elín Kára-