Fylgja straumnum…

Elín Kára

…alveg hugsunarlaust. Það er svo einfalt að fylgja með straumnum (e. go with the flow) og þurfa ekki að taka ákvarðanir. Vera eins og hinir, segja það sama og allir hinir. Tala um málefnin sem allir aðrir tala um og vera alltaf sammála næsta manni. Þetta er svo þægilegt og einfalt – bara fylgja straumnum hugsunarlaust.

Eða hvað?

Er þægilegt að vinna á hverjum degi í starfi sem þér líkar ekkert sérstaklega vel við, en þú ert nú samt að starfa í þessari grein vegna þess að foreldrar þínir eða vinir völdu sér þennan starfsvettvang?

Er það svo rosalega þægilegt að kaupa föt eins og allir aðrir þó þau fari þér ekki vel og þú hefur ekki beint efni á fatavalinu?

Er það góð tilfinning að segja „já“ með sviða og óbragð í munni, til þess eins að vera sammála síðasta ræðumanni því þú vilt ekki láta skoðanir þínar í ljós?

Oft situr fólk á skoðunum sínum, því það vill ekki taka ábyrgð og er að reyna forðast vandamál.

Vandamálin munu koma til þín hvort sem þú fylgir straumnum eða ekki. Spurningin er, hvernig ætlar þú að tækla þau?

Vandamál

Stephen Covey hefur sett þetta mjög vel fram í bókinni 7 venjur til árangurs.

Vandamál eru þrennskonar:

  1. Vandamál sem snúa að okkar eigin hegðun.
  2. Vandamál sem snerta hegðun annarra.
  3. Vandamál sem við ráðum engu um, svo sem aðstæður og atburðir í fortíðinni.

Er straumurinn að koma þér á þann stað sem þú vilt? – ef ekki, finndu nýjan straum eða búðu til nýjan farveg fyrir nýjum straumi sem aðrir munu hoppa útí.

Þú getur alltaf breytt þér. Eyddu mestum tíma í það!

-Elín Káradóttir

Ég mæli með bókinni 7 venjur til árangurs, öflugur lærdómur til persónulegrar forystu með Stephen R. Covey.

Ein athugasemd við “Fylgja straumnum…

  1. Bakvísun: Fylgja straumnum… – Betri fréttir

Lokað er á athugasemdir.