Dagur 7 – tiltekt

Sjöundi og síðasti dagurinn runninn upp. Mikið er ég ánægð með þig að hafa gert öll þessi litlu verkefni. Þú ert örugglega orðin sjóuð/aður í því að taka til hendinni í stuttum og einföldum verkefnum. Í dag tökum við til á stað sem er sá síðasti sem við sjáum á kvöldin og sá fyrsti sem við sjáum á morgnanna – jú það er rétt: náttborðið.

Verkefni dagsins

Taka til á náttborðinu. Fyrir flesta er best að vera með poka við höndina sem þú hendir rusli í. Taktu allt rusl og hentu því. Taktu allt sem þú hefur ekki notað síðasta mánuðinn og annað hvort hentu því eða geymdu það annarsstaðar. Sumir þurfa að setja einhverjar bækur uppí hillu. Það er best að lesa 1-2 bækur í einu (fer eftir eðli bókar).

Verkefnið er búið þegar þú ert einungis með það allra nauðsynlegasta á náttborðinu.

Það er niðurdrepandi að það fyrsta sem þú sérð á morgnanna er óreiða og allskonar dót sem þú notar aldrei. Þess vegna legg ég mikla áherslu á að taka til á náttborðinu og hafa það snyrtilegt.

#sjödagatiltekt

-Elín Káradóttir-