Ekki nógu sársaukafullt

Hugsaðu 2-5 ár til baka. Ef það fyrsta sem kemur upp í huga þinn er: “ég er ekki á betri stað í dag en ég var fyrir 2-5 árum” og ef þú ert á nákvæmlega sama eða verri stað, og það truflar þig – þá þarft þú að breyta hjá þér venjum.

Já segðu mér þá hvaða venjum!!
Það er þitt að finna út úr því. Það er eitthvað í rútínunni hjá þér, í þínum dags daglegu venjunum sem er ekki að gera þér gott. Ef útkoman sem þú býrð við í dag er að trufla þig – þá ertu allavega opin fyrir því að breyta til.
Ef ástandið þitt truflar þig ekki – þá þarftu ekkert að breyta neinu.
Það sem truflar þig er það sem þú þarft að vinna í. Settu þér markmið um þetta atriði. Talaðu við fagaðila og fáðu aðstoð. Taktu lítil skref í betri átt og láttu tímann vinna með þér.

Svo eru einhverjir sem tala um að ástandið sé slæmt hjá sér… sumir tala þannig í nokkur ár. Þá segi ég á móti: ef það líða margir mánuðir og jafnvel ár, þar sem þú talar um að ástandið hjá þér er slæmt en ekkert gerist hjá þér til að laga það – nú þá er það ekki nægilega sáraaukafullt ennþá – það truflar þig greinilega ekki nógu mikið.

Um leið og ástandið raunverulega truflar þig og verður sársaukafullt þá munt þú setja hausinn 100% í að breyta venjunum þínum og hætta að selja sjálfum þér afsakanir.

Ég hef stundum þurft að upplifa sársaukan til að breyta til. Og sömuleiðis hef ég ekki keypt afsakanir hjá sjálfri mér og þannig komið í veg fyrir að finna nokkurn tíman fyrir sársaukanum.
Á hvaða stað ert þú?

Þennan pistil getur þú sett í samhengi við heilsu, líkamsástand, fjármál, sambönd eða hvað sem er annað.

-Elín Kára-

 

Ein athugasemd við “Ekki nógu sársaukafullt

  1. Bakvísun: Ekki nógu sársaukafullt – Betri fréttir

Lokað er á athugasemdir.