Minimalismi

Elín Kára

Ímyndaðu þér líf þitt með helmingi minna af dóti í kringum þig. Ímyndaðu þér hvað það væri auðveldara að taka til á heimilinu. Auðveldara að ferðast og flytja. Það væri auðveldara og einfaldara að vera til. Miklu dóti fylgir mikið áreiti. Hversu ljúft væri það að vera með minna áreiti í kringum sig og minni þreytu.

Hversu gaman væri að lifa lífi sem inniheldur meiri tíma, meiri peninga, meiri orku og meiri jákvæðni?

Hvað er minimalismi?

Hver og einn er með sína útgáfu af minimalisma. Ég held að það sé ekkert eitt rétt í þessu. Minn skilningur á minimalisma er að þetta snýst um að einfalda líf sitt, með því að fækka hlutum kringum sig. Eiga hluti sem eru í notkun og gefa manni eitthvað vægi (e. value) í lífið.

Minimalismi snýst ekki um að vera fátækur, lifa á engu, eiga ekkert, búa á götunni og vera ekki í vinnu. Minimalistar er vel efnað fólk alveg eins og fólk sem þarf að passa hverja krónu.

The minimalists

Minimalismi er heillandi að mínu mati. Mér finnst heillandi að einfalda heimilið og lífið með því að spurja sjálfan sig alltaf: hvernig ætla ég að nota þennan hlut? Þetta tengist inná kauphegðun, allar tegundir af sóun  og líka að halda áreiti í lágmarki.

Kauphegðun. Er eðlilegt að kaupa svo mikið af fötum að þú mannst ekki hvar þau voru keypt? Er eðlilegt að hafa ekki farið í helmingin af þeim fötum sem þú átt? Er eðlilegt að eiga erfitt með að loka fataskápnum sínum því hann er svo fullur? Og finnst þér eðlilegt að setja föt í rauðakrossinn sem eru með verðmiðann á sér?

Allar tegundir af sóun. Mér fannst svo frábær ræðan hjá Rakel Garðarsdóttur, einn af stofnendum Vakandi samtakana. Þegar hún lýsti því hvernig við erum að sóa mat. Við eyðum tíma, orku og peningum í að fara og kaupa matinn. Við eyðum tíma í að ganga frá honum. Við eyðum orku í að elda matinn. Svo eyðum við tíma og orku í að henda helmningnum í ruslið. Þetta sama gerum við með margt dót sem við kaupum. Minimalismi snýst um að kaupa aðeins það dót sem þú ert að fara nota, þjónar tilgangi eða gefur þér vægi (e. value).

Áreiti haldið í lágmarkiDót sogar til sín orku. Hús full af dóti eru orkusugur. Margt fólk sem býr inná heimilum með dóti út um allt, það kvartar oftar undan þreytu. Síþreyta hjá fólki getur verið vegna of mikils áreitis. Of mikið af dóti inná heimilium gæti verið stór þáttur í því að heimilismeðlimir eru oft þreyttir.

Ég mæli með Minimalisma

– allavega að kynna sér hann. HÉR getur þú skoðað margt um Minimalisma. Hægt er að skoða heimildamynd um þessa tvo stráka inná vefsíðunni þeirra. Einnig er hægt að sjá myndina inná Netflix. Ég sjálf á langt í land með að tileinka mér hann betur – en ég er byrjuð og það er fyrir öllu 🙂

-Elín Káradóttir-

Ein athugasemd við “Minimalismi

  1. Bakvísun: Minimalismi – Betri fréttir

Lokað er á athugasemdir.