Ég er svo spennt!

Spennt fyrir deginum í dag, morgundagurinn er ennþá meira spennandi. Ég get ekki beðið eftir páskunum og sumarið verður svo spennandi og skemmtilegt.

„Það er enginn svona spenntur í lífinu!“ – segir kannski einhver. En ég er það. Ég er mjög spennt fyrir þessum mánudegi, fyrir morgundeginum, næstu vikum og mánuðum.

Mér finnst ég lifa mjög skemmtilegu lífi. Ég viðurkenni alveg að það hefur ekkert alltaf verið skemmtilegt. Erfiðir og leiðinlegir hlutir eru nauðsynlegir annað slagið til þess að minna mann á að vera þakklátur og virkilega njóta skemmtilegu tímanna í lífinu.

Ég hef annað slagið leyft mér að hugsa og segja: „mér leiðist“.

Það að leiðast er drullupollur sem maður á ekki að leika sér í. Ég tók ákvörðun fyrir nokkrum vikum að í hvert skipti sem ég byrja að hugsa „mér leiðist“ þá sest ég niður og teikna eða skrifa. Bara alveg um leið! Ég leyfi ekki þessari hugsun að veltast um í kollinum á mér.

Þetta er alveg frábær ákvörðun og hefur gert það að verkum að ég er spennt! Ég er svo spennt fyrir komandi dögum, vikum og mánuðum. Ég er spennt fyrir lífinu mínu.

– Elín Káradóttir –

 

Ein athugasemd við “Ég er svo spennt!

  1. Bakvísun: Ég er svo spennt! – Betri fréttir

Lokað er á athugasemdir.