Einafaldara líf með 33 stykkjum

Ég tók fataskápinn minn í gegn og í þetta skiptið þá setti ég minimalíska hugsun í tiltektina. Í myndinni Minimalism eru margir hlutir teknir fyrir og þar á meðal fataskápurinn. Þar er fólk sem hefur einfaldað líf sitt á þann veg að það eru einungis 33 hlutir (e. item) í fataskápnum. Þannig að þú ert með 33 flíkur og fylgihluti í gangi í einu.

Mér fannst þetta ansi áhugavert og ég ákvað að taka til í mínum fataskáp. Ég er klárlega að nýta tækifærið þar sem ég er ólétt, þar sem ég passa ekki í lang flest fötin mín.

Ég tók í burtu öll fötin mín og setti í box. Eftir voru óléttufötin og þau föt sem ég get verið í á meðan ég er ólétt. Buxur, sokkabuxur, pils, bolir, hlýrabolur, náttbolir, kjólar, peysur, úlpa, húfa, vettlingar, trefill og skópör er það sem ég mun nota = 34 stykki.

Þetta finnst mér alveg magnað!

Fataskápurinn minn hefur aldrei verið svona einfaldur og aðgengilegur. Þau föt sem eru í skápnum eru föt sem passa og  föt sem mér líður vel í. Með þessu hef ég einfaldað líf mitt þannig að ég þarf að taka færri flóknar og vel ígrundaðar ákvarðanir yfir daginn. Algjör SNILLD!

Tek fram að nærbuxur, sokkar og brjóstahaldari er ekki í þessari tölu. Ég ákvað að telja það ekki með.

Prófaðu!

Sláðu til og prófaðu að gera eitthvað svipað.

Gæti verið sniðugt að taka saman föt og fylgihluti til að sjá hver talan þín er í dag. Svo gæti verið gaman að sjá hvort þú kemst nálægt tölunni 33?

-Elín Kára-