Ég er sérlegur aðdáandi af líkamsræktar-öllu á samfélagsmiðlum; fyrir-eftir myndir, hollur matur, fólk að gera æfingar, fólk búið að gera æfingar, blóð-sviti-tár, afrek og erfiði! Ég elska þetta allt!!!
Ég byrja daginn á því að opna snöpp hjá líkamsræktargúrúum sem mæta í ræktina kl.06 á morgnanna. Ég er svo ánægð að allt þetta fólk setur það inná snapchat – vegna þess að þetta hvetur mig til þess að drífast á fætur og framkvæma hreyfingu dagsins.
Er þetta mont eða motivation?
Fyrir mér eru allar þessar myndir og snöp motivation (isl. hvatning) sem fær mig til að halda áfram með mín hreyfingar plön. Ég er svo ánægð að til sé fólk sem er að hreyfa sig, borða hollt og deilir því með umheiminum í gegnum samfélagsmiðla.
Ég er svo ánægð að allir þessir einstaklingar geri þetta aftur og aftur, alla daga því þetta hvetur mig svo mikið áfram.
„Þetta er nú meira montið alltaf hjá þér“ – var sagt við manneskju sem er virk á samfélagsmiðlum. Afleiðingin eftir þessa setningu var sú að myndum og myndböndum fækkaði og þau hurfu á endanum. Hvers á ég að gjalda?? Að fólk skuli leyfa sér að tala niður manneskju sem er að deila með umheiminum hversu dugleg og öflug hún er – á kostnað þess að hvatning til mín minnkar!
Ráð dagsins – ef þú þolir ekki að einhver setji inn heilsu snöpp á Snapchat eða líkamsræktarmyndir á Instagram þá er mjög sniðugt að „Unfollow“-a þá manneskju. Með því sérðu ekki það sem þú höndlar ekki að sjá!
Að þessum orðum sögðum vil ég deila með ykkur allskonar myndum og ég vona að einhver þeirra hvetji ÞIG áfram til að taka skrefið í átt að heilbrigðara lífi.
Ég hef þurft að hafa fyrir því að koma mér aftur í gott form eftir mína fyrstu meðgöngu. Mér gengur vel og ég þakka fyrir hvatninguna frá mörgum sem eru virkir á Snapchat og Instagram! Takk Fitsuccess og takk mínar vinkonur sem eru alltaf svo jákvæðar og hvetjandi (þið vitið hverjar þið eruð 😉 ).
Áfram ég – áfram þú!
Og já, ég er sko montin af mínum árangri – hann er líka flottur!
-Elín Káradóttir-