Ég fékk hugmynd…

… og hvað svo? Ég fæ margar hugmyndir – eiginlega svo margar að sem betur fer er enginn að telja hversu margar þær eru. Ef ég vissi töluna á þeim öllum – myndi ég sjálfsagt telja mér trú um að ég væri geðveik.

Elín Kára

Það er gaman að hugsa, láta sér dreyma og velta hugmyndunum sínum fyrir sér. Við erum alltaf að hugsa og fá hugmyndir, en hvað svo? Vandamálið sem lang flestir glíma við er að hugmyndir ná ekki að fara í gegnum allt ferlið og ná ekki að verða að veruleika. Eitthvað stoppar menn í að hefja framkvæmd.

Oft eru það peningar sem stoppa. Stundum er það tímaleysi. Að mínu mati trónir á toppnum óttinn. Ég held að ótti fólks við áliti annarra er það sem stoppar flesta í að framkvæma hugmyndirnar sínar. Sama hversu stórar, snjallar, flottar, gallaðar og vitlausar sem þær eru – flestir hætta vegna þess að menn eru hræddir við álit annarra. 

Ég fékk hugmynd – og framkvæmdi hana.

Í dag, 10 apríl, er nákvæmlega ár síðan fyrsta færslan mín fór í loftið hér á þessari bloggsíðu. Þessi færsla er mín uppáhalds af öllum – þar sem ég mæli með bókinni Vinsældir og áhrif með Dale Carnegie. Ég mæli með því að þú lesir þessa bók og lestu hana reglulega yfir ævina. Þér mun vegnast betur í lífinu eftir hverja lesningu.

Ný hugmynd!

Ég hef fengið nýja hugmynd – ég ætla að halda uppá ársafmæli bloggsíðunnar minnar með því að bjóða lesendum mínum, fylgjendum og öllu áhugafólki um að gera betur í sínu lífi – bjóða öllum á MORGUNPEPP.  Við byrjum leikinn á Egilsstöðum, mínum heimabæ, laugardaginn 15. apríl næstkomandi.

Allar nánari upplýsingar HÉR.

Ég hlakka svo til að hitta ykkur öll og sennilega mun ég halda MORGUNPEPP á fleiri stöðum á landinu – hver veit? 🙂

-Elín Káradóttir-

 

 

Ein athugasemd við “Ég fékk hugmynd…

  1. Bakvísun: Ég fékk hugmynd… – Betri fréttir

Lokað er á athugasemdir.