Flestir ganga í sokkum og þess vegna er sokkaskúffan verkefni dagsins.
- Hver er staðan á sokkaskúffunni?
- Eru sokkarnir brotnir saman?
- Eru einhverjir stakir sokkar fyrir þér?
- Eru allir sokkarnir þínir þægilegir og góðir?
- Eru þeir allir heilir?
- Opnast og lokast sokkaskúffan léttilega? (mikilvægt atriði)
Verkefni dagsins
Tæmdu sokkaskúffuna. Raðaðu aftur í hana þeim sokkapörum sem þú vilt nota. Láttu ekki staka sokka eða óþægilega trufla líf þitt – taktu þá til hliðar og best er að setja þá í fatasöfnun rauða krossins 🙂
Varúð – passaðu þig á því að missa þig ekki í að taka allan fataskápinn í leiðinni. Það kemur nýr dagur eftir þennan dag og þá er hægt að taka nýtt lítið „verkefni dagsins“ – sem er stutt og laggott.
#sjödagatiltekt
– Elín Káradóttir –
Bakvísun: Dagur 4 – tiltekt – Elín Kára
Bakvísun: Dagur 5 – tiltekt – Elín Kára