Minn fullkomni dagur

Margir eru óánægðir með lífið sitt. Tíminn líður dag eftir dag og óánægjan með hvern dag er alltaf sú sama. Svo eru allt í einu liðin 10 ár og ekkert hefur breyst. Svona getur lífið farið framhjá manni og á gamals aldri vakna margir og átta sig á því að það hefði átt að vakna fyrir löngu. Vakna og ákveða sjálft hvernig það vill hafa dagana og þannig lífið sitt.

Fólk með ekkert plan eyðir öllum sínum tíma til að vinna annarra manna plön.

Þú ert höfundur af þínu lífi – svo þú skalt ekki leyfa þér að kenna öðrum um þínar eigin venjur.

Eitt af því sem þú þarft að gera til þess að breyta lífinu þínu til hins betra er að vita hvert þú vilt stefna. Til þess að átta sig á því er gott að skrifa upp sinn fullkomna dag. Þannig veistu hvert þú stefnir og það verður léttara að taka ákvarðanir í kjölfarið.

Verkefni dagsins:

Hvernig væri þinn fullkomni dagur?

Taktu þér blað og penna. Skrifaðu dagskrá af þínum fullkomna degi. Hér eru engin takmörk, nema að þú hefur einungis 24 klukkutíma. Í þessu verkefni eru peningar ekki vandamál. Þú ræður vinnustaðnum þínum alveg og vinnutímanum. Þú ræður fjölskyldustærð þinni. Þú ræður hversu marga vini þú átt. Hér ræður þú nákvæmlega öllu!

Skrifaðu niður klukkan hvað þú vaknar. Hvenær og hvar ertu að borða? Hvað geriru yfir daginn og klukkan hvað? Hverja hittiru?

Ef þú vilt ekki hafa alla daga eins, skrifaðu þá upp eina viku. Hvernig væri fullkomin vika hjá þér?

Einn daginn munt þú lifa þennan dag – vegna þess að þú ert komin með plan. Þú getur byrjað að taka ákvarðanir út frá þessu plani frá og með deginum í dag.

– Elín Káradóttir –

 

Ein athugasemd við “Minn fullkomni dagur

  1. Bakvísun: Minn fullkomni dagur – Betri fréttir

Lokað er á athugasemdir.