Dagur 2 – tiltekt

Sama hver þú ert eða á hvaða aldri – þá get ég nánast fullyrt að sú skúffa sem þú opnar oftast á hverjum degi er hnífaparaskúffan. Ég er með nokkrar spurningar til þín…

  • Opnast skúffan léttilega?
  • Þegar þú opnar skúffuna, er skýrt hvar hnífar, gafflar og skeiðar eru?
  • Er allt á sínum stað og auðvelt að finna það sem er í skúffunni?
  • Myndi þér líða vel ef Vigdís Finnboga myndi koma í heimsókn og opna skúffuna til að ná sér í teskeið?

Ef þú svarar einni eða fleirum af þessum spurningum neitandi þá mun verkefni dagsins slá í gegn 🙂

Verkefni dagsins

Opnaðu hnífaparaskúffuna. Taktu allt uppúr henni og settu það á bekkinn. Taktu þér tusku og þrífðu innan úr henni. Raðaðu svo aftur ofan í skúffuna, því sem þú ert vön/vanur að nota og því sem þú þarft. Settu afganginn í t.d. box og settu það til hliðar. Kannski sérðu eitthvað sem þú vilt henda – hver veit? 🙂

Sniðugt að taka fyrir og eftir mynd. Um að gera að pósta henni á Instagram undir #sjödagatiltekt

Dagur 1.

– Elín Káradóttir –

 

 

3 athugasemdir við “Dagur 2 – tiltekt

  1. Bakvísun: Dagur 3 – tiltekt – Elín Kára

  2. Bakvísun: Dagur 4 – tiltekt – Elín Kára

  3. Bakvísun: Dagur 5 – tiltekt – Elín Kára

Lokað er á athugasemdir.