
…þú myndir vinna 100 milljónir í Lottó næst þegar þú spilar með? Hvað myndir þú gera við peninginn? Í grunnskóla var ég látin skrifa stíl um allt það sem ég myndi gera við peningaupphæð sem ég kunni ekki einu sinni að skrifa á þeim tíma. Mig dreymdi um allskonar en auðvitað var praktíkin ekki langt undan. Ég vildi hús, bíl og stóran stútfullan fataskáp.
En hvað myndir þú samt gera? Hvað myndir þú gera ef þú fengir auka 500.000 kr. á mánuði í 5 ár í arð? Hvernig myndir þú ráðstafa peningunum? Hvernig myndi líf þitt líta út ef peningar væri ekki fyrirstaða?
Ég mæli með því að þú teiknir upp þitt draumalíf. Teiknaðu, skrifaðu og notaðu ímyndunar aflið til að kortleggja hvernig líf þitt væri.
Vandamálið við fátækt er að henni fylgir oft fátæk hugsun. Fátæk hugsun er ein af mörgum ástæðum þess að peningar dvelja ekki lengi hjá fólki. Fólk byrjar fyrst á því að vera með ríka hugsun langt áður en bankareikningurinn sýnir hærri tölur. Eftir að hafa lesið um marga sem hafa farið frá botninum og lengst upp á topp þá er einn samnefnari með fólki. Það uppfærði hugan á sér. Í kjölfarið breyttust venjurnar og tíminn byrjaði að vinna með þeim í átt að betra lífi.
Uppfærsla á huganum er ekki auðveld. Eftir því sem ég kynni mér betur árangurssögur fólks þá er þetta lykilatriði. Sjálfsefling og jákvæð hugsun er grunnurinn að árangri, með smá skvettu af ímyndunarafli. Ég held reyndar að ímyndunaraflið sé sterkasta afl sögunnar. Aflið sem hefur fært okkur allt sem við erum og eigum.
Hvað ert þú annars að hugsa?
-Elín Káradóttir-
Bakvísun: Hvað ef… – Betri fréttir