Hafragrautur Drottningarinnar

Já, Húsfreyjan fær stundum Drottninguna í heimsókn. Þá þýðir ekkert annað en að búa til alvöru hafragraut fyrir yðar hátign.

Húsfreyjan veit fátt meira óspennandi heldur en að bjóða uppá saltaðan hafragraut með mjólk. Hún fær hroll við tilhugsunina og hversu „döll“ morgunmatur það getur verið. Það er miklu meira gaman að setja allskonar útá grautinn og skreyta diskinn, eins og Húsfreyjan gerir fyrir Drottninguna.

Þetta er ekkert mál – hér kemur þetta skref fyrir skref.

Það er mjög einfalt að búa til venjulegan hafragraut. Húsfreyjan horfir á suðuna koma upp, telur uppá 10, tekur pottinn af hellunni og setur lokið á pottinn. Bíða svo í ca 5-10 mín (ef þetta er gert að morgni til þá er sniðugt að nýta tímann hérna til að klæða sig, tannbursta, setja í þvottavélina eða taka úr uppþvottavélinni) þá er grauturinn tilbúinn.

Ýmislegt í boði fyrir Drottninguna

Húsfreyjan notar ekki salt í grautinn – þú mátt alveg gera það ef þú vilt.

Þá hefst gleðin. Endilega láttu hugmyndaflugið fara með þig í ferðalag. Samsetningin getur verið mismunandi allt eftir því hvort prinsessan eða keisarinn kemur í heimókn.

Kíkjum á hvernig hafragrautur Drottningarinnar er.

Hræra saman og setja í fallega skál.

Þá byrjum við að skreyta diskinn.

Skellti á diskinn nokkrum ferskum bláberjum og banana bitum í lokin. Það er gert til að kristalla hátíðleikann fyrir Drottninguna, það er ekki eins og hún komi í heimsókn á hverjum degi 🙂

Gjörðu svo vel – njóttu!

-Húsfreyjan-