
Að skrifa um það að krakkar og fólk geti ekki lesið er svolítið kaldhæðið. Sá sem ekki les sér til gagns er líklega ekki að fara lesa þennan pistil. Þrátt fyrir að hafa gott af því. Ég velti því fyrir mér hvort foreldrar þeirra barna sem lesa sér ekki til gagns, lesa þau? Eru foreldrar með bækur á lofti og sýna þannig gott fordæmi fyrir börnin sín með því að lesa?
Mér finnst ekki hægt að kenna endalaust kennurum og skólum um þá staðreynd að börn og unglingar lesa lítið sem ekkert. Auðvitað geta kennarar hvatt til lesturs, eftir að búið er að kenna börnum að lesa. Það er hægt með því að stinga uppá skemmtilegar bækur sem gætu hentað áhugamáli hvers og eins. En ættu foreldrar ekki að gera það líka?
„Jólabókaflóðið sjaldan verið stærra“ er auglýst rétt fyrir jólin, en ég velti því fyrir mér hvort bók verði jólagjöf framtíðinnar? Bækur eru vinsælar þegar kemur að vali á jólagjöf. Ætli fjöldinn horfi bara á fallega kápuna og safni svo bókum í hillur?
Eftir að hafa lesið þessar vangaveltur máttu vera stolt/ur af þér, þú náðir að lesa 200 orð. Sami orðafjöldi og margir framhaldsskólanemar svita yfir að skrifa.
-Elín Káradóttir-
Ómögulegt er bara stórt orð notað af litlum körlum sem vilja frekar lifa í þeim heimi sem þeir hafa fæðst inn í en að nýta krafta sína í að breyta honum.
Ómögulegt er ekki staðreynd, það er afstaða.
Ómögulegt er ekki staðhæfing, það er áskorun.
Ómögulegt er möguleiki.
Ómögulegt er tímabundið ástand.
Ómögulegt er ekki til.
– Muhammad Ali
Amen!