Hvað má bjóða þér?

Elín Kára
Elín Kára

Þú ert komin inná uppáhalds veitingastaðinn þinn. Eins og alltaf þá viltu fá uppáhalds sætið þitt, en það er upptekið. Svo þú sættir þig við að vera á svæðinu í kringum það, þar þú vilt ekki sitja á nýjum stað í salnum. Þú þarft ekki að sjá matseðilinn vegna þess að þú færð þér alltaf það sama og vegna sjálfsöryggis þíns segir vinur þinn sem er með þér: „ég ætla að fá það sama og hann“.

Þú labbar inn í nýtt ár. Eins og öll önnur áramót þá voru þessi eins, með sömu rútínunni, en uppáhalds snakkið var uppselt. Svo þú sættir þig við svipað en bara frá öðrum framleiðanda.

Þú gætir byrjað að panta þér eitthvað nýtt af matseðli lífsins en þú ætlar að panta það sama – aftur. Vegna þess að það hefur virkað hingað til. Og vinur þinn pantar það sama og þú, er eins og þú og gerir allt eins og þú. Hann hefur hingað til alltaf sagt og segir áfram: „ég ætla að fá það sama og hann“ af matseðli lífsins.

Má bjóða þér að læra nýja tækni, sjá nýja appið eða fara nýjar leiðir?  „Nei takk, hitt hefur hingað til virkað fyrir mig.“

Má bjóða þér nýjan blómavasa, kertastjaka eða útvarp? „Já takk… en bara ef allir hinir kaupa það líka“.

Hvað ertu að panta þér af matseðli lífsins? Er líf þitt nákvæmlega eins og líf besta vinar þíns eða líf nágrannans? Segir þú: „Já, ég ætla að fá eins og hann“.

Matseðill lífsins er stór og fjölbreyttur og þú getur pantað það sem þú vilt af honum. Hvernig væri að panta það sem ÞIG langar í? Hvernig væri að panta eitthvað annað en kærasta sem heldur framhjá þér, vinnustað sem þú þolir ekki og húsgögn sem allir aðrir eiga?

Ef það fór framhjá þér þá er komið nýtt ár – nú er rétti tíminn til að panta eitthvað nýtt!

-Elín Káradóttir-

Pistillinn er  byggður á fyrirlestri hjá Tim Storey um "Lives menu".

 

3 athugasemdir við “Hvað má bjóða þér?

  1. Halla Ósk

    VÁ! Þetta er geðveikur pistill og frábærar pælingar hjá þér (eins og áður!) Þúsund þakkir fyrir allan innblásturinn 2016! Hlakka til að lesa pistalana þína á nýju ári ❤

  2. hoskph

    VÁ! Þetta er geðveikur pistill og frábærar pælingar hjá þér (eins og áður!) Þúsund þakkir fyrir allan innblásturinn 2016! Hlakka til að lesa pistalana þína á nýju ári ❤

  3. Bakvísun: Hvað má bjóða þér? – Betri fréttir

Lokað er á athugasemdir.