Meikar ekki sens…

Hversu oft gerir þú eitthvað sem meikar ekki sens? Það er svo auðvelt að gera hluti sem meika ekki sens, gera hluti sem er mjög heimskulegt að gera og maður veit af því en gerir þá samt. Hér eru nokkrir hlutir sem ég hef gert, verið um það bil að fara gera eða séð aðra gera. Allt hlutir sem meika ekkert sens!

… að hafa heimildina á kreditkortinu jafn háa eða hærri en útborguð laun. Ef þú ert með þetta svona – breyttu því! Þetta er svo órökrétt að það nær engri átt.

… að geta ekki með nokkru móti lagt pening til hliðar í varasjóð („in case og shit“ sjóð) en geta alltaf safnað í ferðasjóð fyrir hina árlegu Tenerife ferð. Það þarf ekki að fara til útlanda á hverju ári. Sérstaklega ekki ef þú átt ekki varasjóð, þá meikar ekkert sens að vera fara til útlanda og búa til auka kostnað.

… að verðlauna sig þegar vel gengur með einhverju sem maður hefur í raun ekki efni. Æjiii, þið vitið alveg hvað ég meina.. við gerum þetta öll og þetta er stjarnfræðilega heimskulegt.

…að eyða frekar í útlit og ímynd heldur en í lífsnauðsynjar og byggja upp fjárhagslegt öryggi. Við erum hjarðdýr og þess vegna er tilhneiging hjá okkur að „vera inn“ þegar kemur að útliti og ímynd, þó svo að við höfum ekki efni á útlitinu eða ímyndinni sem við erum að velja okkur.

… eyða meiri pening í útlit heldur en að byggja sjálfan sig upp. Hér geta einhverjir verið ósammála mér. Það er allt í lagi. Ég veit fátt vandræðalegra en fólk sem klæðir sig upp eins og það séu forstjórar eða framkvæmdastjórar í stórum fyrirtækjum en svo getur það ekki staðið með sjálfum sér í samræðum og hvað þá valið sér sjálft af matseðli á veitingastað… fær sér bara það sem næsti maður ætlar að fá. Það meikar engan sens og er kjánalegt!

… borða franskar. Þær eru svo góðar, EN, þær eru aldrei, ekki undir nokkrum kringumstæðum góðar fyrir mann.

… borga fyrir prógram og fara ekki eftir því. Já… þetta meikar ekki sens. Af hverju kaupir maður eitthvað prógram og fer svo ekki eftir þeim leiðbeiningum sem eru lagðar fyrir? Hver og einn skal svara fyrir sig.

Og svona mætti lengi telja. Við gerum öll allskonar hluti sem meika ekki sens, og við vitum það. Spurningin er, hvenær ætlum við að hætta því? Eða setjum við bara hausinn í sandinn og höldum áfram að gera hluti sem meika ekkert sens?

-Elín Kára-