Skynsemisvika

Í þessari viku, frá mánudeginum í dag til sunnudags ætla ég að eiga skynsama viku. Það þýðir að:

  • Ég ætla að fara snemma að sofa og vakna snemma.
  • Ég ætla að hreyfa mig 30 mín á dag.
  • Ég ætla að borða skynsamlega og velja einungis mat ofan í mig sem veitir mér ánægju og vellíðan.
  • Ég ætla að framkvæma hlutina strax og láta ekkert dragast sem þarf ekki að dragast lengur en það þarf.
  • Ég ætla að skrolla minna um á samfélagsmiðlum.
  • Ég ætla að læra í +30 mín 5 daga vikunnar.
  • Ég ætla að vinna vel á vinnutíma og eiga frí eftir vinnu með börnunum mínum og maka.

Já! Í þessari viku ætla ég að taka eina góða skynsemisviku þar sem ég geri hlutina af einhverju viti en ekki með hangandi haus.

Heyrumst eftir viku – ég skal láta ykkur vita hvernig mér gekk.

-Elín Kára-