Já, ég hef skoðun…

Ég hef skoðun á ótrúlega mörgu. Hins vegar þá er ég komin á þann stað að ég nenni ekki að tala mikið um skoðanir mínar. Ástæðurnar fyrir því eru meðal annars:

  • Ég nenni ekki að hlusta á fólk rífa skoðanir mínar í sig og segja að þetta sé „vitlaus skoðun“. (Hef lent í því mjög oft).
  • Ég nenni ekki að fara í sandkassaleik við fólk, sem mér líkar almennt mjög vel við, um það að mín skoðun sé réttari en einhverra annarra.
  • Ef ég hef ákveðna skoðun, þá er horft mjög þröngt á hana og fólk byrjar að flokka mig niður með hinum og þessum hugmyndum eða fólki, sem ég kæri mig ekki um. Það er ekki hlustað til enda, né reynt að sjá heildarmyndina.

Hins vegar er mjög gott að komast úr því „fangelsi“ sem ég var einu sinni í, að ég var nánst hætt að segja nokkurn hlut vegna þess að ég var svo hrædd við álit annarra. En þegar þú setur dæmið upp í víðu samhengi og áttar þig á því að álit annarra er ekki að fara hafa áhrif á hvorki starfið þitt, heilsuöryggi í landinu – þá verður þér smátt og smátt alveg nákvæmlega sama um hvað öðrum finnst eða að einhver sé ekki sammála þér.

Ef enginn segir neitt

Hvað ef enginn nennir lengur að segja skoðun sína? Þá kemst hann ekki að því að það eru mögulega margir á þessari sömu skoðun. Og mögulega er meiri hluti fólks á þessari skoðun. En enginn kemst að því, vegna þess að enginn nennir að taka slaginn. Enginn nennir að segja upphátt það sem þarf að segja.

Hvernig þjóðfélag verður þetta, þegar sem einungis nettröll og yfirgangsfólk ræður umræðunni?

Að lokum vil ég minna fólk á að: minn sannleikur þarf ekki að vera þinn sannleikur.

-Elín Kára-

Ein athugasemd við “Já, ég hef skoðun…

  1. Bakvísun: Já, ég hef skoðun… – Betri fréttir

Lokað er á athugasemdir.