Nú styttist í jólin og þá finnst Húsfreyjunni mikilvægt að hafa tillitssemi í huga þegar farið er í verslunarferðir – sérstaklega í matvöruverslanir.
Fyrst af öllu, komdu undirbúin. Vertu með tossalista á pappír eða notaðu símann. Húsfreyjan notar t.d. alltaf Trelló. Reyndu að raða innkaupalistanum upp eins og verslunin er uppstillt. (Flestar verslanir eru mjög svipaðar í skipulagi og þú ferð iðulega í þá sömu).
Vertu viss um að þú sért með veskið á þér. Það ekkert til sem heitir að „skjótast út á bílaplan“ á jólunum.