
Að skrifa um það að krakkar og fólk geti ekki lesið er svolítið kaldhæðið. Sá sem ekki les sér til gagns er líklega ekki að fara lesa þennan pistil. Þrátt fyrir að hafa gott af því. Ég velti því fyrir mér hvort foreldrar þeirra barna sem lesa sér ekki til gagns, lesa þau? Eru foreldrar með bækur á lofti og sýna þannig gott fordæmi fyrir börnin sín með því að lesa?