Er að leita af jólaandanum

Elín Káradóttir
Elín Káradóttir

… hefuru fundið hann? Ég er búin að vera leita af jólaandanum, fór bæði í Kringluna og Smáralind um helgina en ekkert bólar á honum. Einhverra hluta vegna fannst hann ekki í löngum röðum verslanna né á troðfullu bílastæðinu. Ekki sást til hans á ganginum (í Kringlunni né Smáralind) þar sem fólk stoppar þversum til að ákveða hvert ætti að fara næst. Mér fannst merkilegast að hann fannst ekki á skyndabitastöðunum… ég hélt að það gæti ekki annað verið en að jólaandinn myndi leynast innan um djúpsteikingarlyktina. En nei… ekkert sést til jólaandans.

Lesa áfram „Er að leita af jólaandanum“