Forgangsmál: mitt eigið plan.

Elín Kára
Elín Kára

Hvernig væri að setja sér markmið fyrir vikuna?

Fyrirtæki sem eru rekin af einhverju viti halda reglulega fundi til að skoða stöðuna og setja sér markmið. Fyrirtæki sem „bara halda áfram“ með enga stefnu, enga framtíðarsýn og ekkert markmið fara ekki langt. Einstaklingurinn gerir það ekki heldur.

Í vinnunni tökum við stöðuna og setjum okkur markmið til að koma okkur og fyrirtækinu lengra (og fyrirtækið er í fæstum tilfellum í okkar eigu). Flestir gera þetta mjög vel í vinnunni en nánast aldrei fyrir sjálfan sig né heimilið. Þjálfarar eru mjög góðir í því að koma með plan um hvernig á að vinna deildina, halda saman liðinu og koma því í gegnum erfiðleika, en gera það ekki fyrir sjálfan sig.

Lesa áfram „Forgangsmál: mitt eigið plan.“