
Framkvæmd er það sem skrifar söguna okkar, þjóðarssöguna og heimssöguna. Hugsaðu þér hversu litlaust lífið væri ef enginn myndi semja leikverk, tónlist eða gera skandal.
Hvaða sögu vilt þú skrifa?
Hvað ef Halldór Laxness hefði aldrei þorað að gefa út sína fyrstu bók? Hvað ef Andri Snær hefði ákveðið að vera ekki að trufla almenning með hugmynd sinni af Bláa hnettinum. Hvað ef sá sem fékk hugmyndina af Menningarnótt hefði hugsað: æji hvað ætli fólk nenni að standa í þessu – þetta er of flókið í framkvæmd.