
Straxsýkin hefur oft gert það að verkum að fólk nær litlum sem engum árangri. Við byrjum á einhverju og viljum að hlutirnir gerist STRAX. Ef þeir gerast ekki seinna en í gær þá er ekki til neins að standa í þessu og þá er betra að hætta.
Hljómar gáfulega?
Látum tímann vinna með okkur en ekki gegn okkur. Horfðu á tvo einstaklinga sem eru jafn gamlir og alast upp við svipaðar aðstæður. Eftir 30 ár er annar fórnalamb lífsins á meðan hinn nýtti sér tækifærin. Annar lét tímann vinna með sér á meðan hinn þjáðist af mikilli straxsýki og ákvað að sleppa „þessu“ frekar.