Geri þetta seinna

Elín Kára

Ég er búin að skoða fjarþjálfun hjá ákveðnu fyrirtæki í smá tíma og mig langar svo til að kaupa mér pakka. En það er ekki alveg tíminn núna. Einu sinni taldi ég mér trú um að þetta væri ekki fyrir mig, einu sinni fannst mér betra að kaupa eitthvað svipað, bara annars staðar. Afsakirnar mínar fyrir því að kaupa ekki akkúrat af þessu fyrirtæki voru og eru óteljandi. En alltaf skoða ég heimasíðuna aftur og aftur. „Ah, ég á ekki pening núna“ var eitt sinn afsökun (hún hefur reyndar komið reglulega). Aftur kom „tíma-afsökunin“ en alltaf langaði mig rosalega mikið til að slá til og kaupa pakka hjá þessu fyrirtæki.

Svo rankaði ég við mér – liðin eru 6 ár síðan ég skoðaði heimasíðuna fyrst, 6 ár! Hvert fór tíminn? Og ég hef ekki ennþá slegið til. Er þetta ekki svolítil bilun?

Lesa áfram „Geri þetta seinna“