Forgangsraða tímanum

Elín Kára

Ég veit ekki hversu oft ég hef gripið í þá afsökun að „hafa ekki tíma“ til að gera eitthvað. Stundum hef ég í raunveruleikanum ekki tíma en iðulega þá er ég að forgangsraða þannig að sumt endar í afsökunar- kassanum merktur: „ég hef ekki tíma“.

Ég viðurkenni alveg að forgangsröðunin er ekki alltaf góð hjá mér og oft er ég ekkert að forgangsraða – ég er bara að gera. Mig grunar að margir detti í þann pitt að vera alltaf að „gera eitthvað“. Með því gefst ekki einu sinni tími til þess að forgangsraða því sem ætti að fá mestan tíma í takti við markmið og drauma.

Lesa áfram „Forgangsraða tímanum“