
Fólk sem nær mjög góðum árangri í lífinu er búið að venja sig á að halda 4-7 boltum á lofti án þess að missa þá alla niður. Þetta krefst æfingar og því betri sem þú ert að halda boltum á lofti, þeim mun öflugari fyrirmynd og leiðtogi verður þú fyrir fólk í kringum þig.
Sumir eru vanir að halda einum stórum og góðum bolta á lofti. Bolta sem er auðvelt að henda upp og grípa. Þessi bolti er þægilega stór og þungur, hann svífur ekki of hátt og ekki of lágt. Hann gæti ekki verið þægilegri.