
„Sá dagur sem við hættum að lesa, er sá dagur sem við hættum að þroskast“. Ég veit ekki hver sagði þetta fyrst en ég heyrði þetta um daginn og það sló mig. Upp í huga minn kom móment sem ég hef áður skrifað um hér á blogginu, en það var um 45 ára gamlan manninn í verslun sem sagði með stolti: „ég er 45 ára og hættur í skóla, ég ætla ekki að fara læra eitthvað nýtt.“ Það sem ég heyrði var: ég ætla hætta að þroskast núna, lifa í 30 ár og fjarlægast allt mitt fólk meira og meira með hverjum mánuðinum. Það verður svo gaman að vera einn, tuðandi um það hvað börnin mín og barnabörn eru vitlaus fyrir að tileinka sér allt það nýja í stað þess að vera í fýlu og haga sér heimskulega eins og ég.